Valur Íslandsmeistari í handbolta

Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handknattleik eftir öruggan sigur á Haukum í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum. 

Liðið spilaði frábærlega í úrslitakeppninni og er vel að sigrinum komið - Við óskum strákunum og öllum sem að liðinu koma hjartanlega til hamingju með titilinn en þetta er í 23. skipti sem karla lið félagsins hampar þeim stóra.