Glódís og Kolbrá á æfingum með U15

Valsararnir Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir taka þessa dagana þátt í úrtaksæfingum U15 ára kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þær eru hluti af 32 manna hópi sem Ólafur Ingi Skúlason þjálfari liðsins valdi nú á dögunum. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Glódísi og Kolbrá fyrir æfingu í vikunni en æfingarnar standa til 24. júní. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.