Takmarkalaust Ísland – Valsmenn bjóða frítt á völlinn

Í tilefni afléttingu allra takmarkanna innanlands þá ætlar Knattspyrnudeild Vals að bjóða ÖLLUM frítt á leik Vals og Fylkis sem fer fram á sunnudag á Origovellinum Hlíðarenda kl 19:15.

Í Fjósinu verður Hamingjustund (happy hour) og Fálkarnir sjá um grillið.

Um leið og við hvetjum alla til að mæta á völlinn og fagna þessum tímamótum þá beinum við því sérstaklega til allra Valsmanna og meyja að mæta í rauðu og fjölmenna á völlinn.