Fimm stelpur úr val með U16 á Norðurlandamótið

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U16 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum lokahóp til þátttöku á Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Mótið fer fram í Kolding í Danmörku dagana 4. - 13. júlí næstkomandi. 

Í hópnum eru fimm stelpur úr Val, þær Fanney Inga Birkisdóttir, Katla Tryggvadóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, Snæfríður Eva Eiríksdóttir og Telma Einarsdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu í næsta mánuði