Lilja með U17 á EM í Litháen

Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem spila á EM í Litháen 7. - 15. ágúst næstkomandi.

Liðið hefur æfingar mánudaginn 26. júlí og æfir fram að móti en heldur svo utan þann 6. ágúst.

Í hópnum er Valsarinn Lilja Ágústsdóttir sem var að dögunum valin efnilegasti leikmaður yngri flokka Vals og óskum við henni til hamingju með valið og góðs gengis í Litháen.