Líf og fjör í þriðju viku sumarstarfsins - Skráning á næstu námskeið opin

Það var svo sannarlega líf og fjör í þriðju viku sumarstarfsins en krakkarnir í Sumarbúðum í borg enduðu vikuna á ferð á Árbæjarsafnið þar sem þau fóru í skoðunarferð og fengu fræðslu um gamla og góða leiki.

Fjörið heldur áfram í næstu viku og er skráning í námskeið næstu vikna í fullum gangi inn á skráningarsíðu félagsins www.sportabler.com/shop/valur

Opið er fyrir skráningar í viku 4 til mánudags 5/7 - Í boði er:

  • Sumarbúðir í borg (fyrir & eftir hádegi)
  • Knattspyrnuskóli (fyrir hádegi)

Nánar:    www.valur.is/born-unglingar/sumarstarf-vals-2021/sumarbudir-dagskra

Skráning:   www.sportabler.com/shop/valur

Heimasíða sumarstarfsins:   www.valur.is/sumarstarf


Dagskrá í sumarbúðum í borg - Vika 4 | 5. júlí - 9. júlí

Mán // 5. júlí

Fyrir hádegi: Skráning og leikir á Valssvæði

Steiktur fiskur með kartöflum og remúlaðisósu

Eftir hádegi: Vatnsblöðrustríð á Klambratúni

 

Þri // 6. júlí

Fyrir hádegi: Hallgrímskirkja - Skoðunarferð

Hamborgari og bátakartöflur

Eftir hádegi: Heimsókn á þjóðminjasafn Íslands - Ratleikur á safninu (móttaka í andyri 13:30)

 

Mið // 7. júlí

Fyrir hádegi: Vettvangsferð í Perluna

Karrýkryddaður plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri

Eftir hádegi: Sundferð í Vesturbæjarlaugina

 

Fim // 8. júlí

Fyrir hádegi: Heimsókn á Borgarbókasafnið

Hakkréttur með kartöflumús

Eftir hádegi: Klambratún, Frisbee golf, Kubbur og fótboltakrikket.

 

Fös // 9. júlí

Fyrir hádegi: Leikir á Valsvæðinu

Pylsupartí í Valsheimilinu

Eftir hádegi: Heimsókn í fjölskyldu og húsdýragarðinn