Fjórar stelpur úr Val með U19 á EM

Díana Guðjónsdóttir, Magnús Stefánsson og Guðmundur Helgi Pálsson landsliðsþjálfarar U19 ára liðs kvenna í handbolta völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem fara á Evrópumótið sem fram fer í Makedóníu dagana 10.-18. júlí næstkomandi.

Mótið fer fram í höfuðborg landsins, Skopje og er íslenska liðið í riðli með Hvíta-Rússlandi, Færeyjum, Hollandi og Póllandi. Um er að ræða B-deild Evrópumótsins en þessi hópur endaði í 2. sæti í sömu keppni sumarið 2019. 

Í hópnum eru fjórir fulltrúar frá Val, markvörðurinn Signý Pála Pálsdóttir, Hanna Karen Ólafsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu.