Pepsi Max deild kvenna: Valur - ÍBV (1-0)

Kvennalið Vals í knattspyrnu tekur á móti ÍBV þegar liðin mætast í 13. umferð Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu í dag, föstudaginn 6. ágúst. 

Leikurinn fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og fer miðasala á leikinn fram á Stubbi þar sem árskortshafar geta einnig nálgast miða. 

Vegna uppfærslu á Stubbi getur verið að árskortshafar þurfi að endurstilla símanúmerið inn í appinu áður en þeir sækja miðann sinn (þarf þó ekki í öllum tilvikum).

May be an image of 1 einstaklingur og texti