Pepsi Max deild kvenna: Valur - Tindastóll í dag kl. 18:00

Valur tekur á móti Tindastóli þegar liðin mætast í 16. umferð Pepsi Max deildar kvenna í dag, miðvikudaginn 25. ágúst. 

Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og með sigri geta stelpurnar tryggt sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.

Miðasala er í fullum gangi á Stubb appinu og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs.