Aldís og Ólöf Sigríður með U19 til Serbíu

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna valdi á dögunum leikmannahóp til þátttöku í undankeppni EM 2022 en leikið verður í Serbíu.

Í hópnum eru Valsararnir Aldís Guðlaugsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og óskum við þeim til hamingju með valið og góðs gengis í Serbíu.