Pepsi Max deild kvenna: Valur - Selfoss, bikarinn á loft

Frítt er á leik Vals og Selfoss í Pepsi Max deild kvenna sem fer fram föstudagskvöldið 10. september klukkan 19:15. Klukkan 18:30 verður iðkendum boðið upp á brakandi ferskar Dominos pizzur og því ætti enginn að fara svangur á leikinn.

Að leik loknum fer sjálfur Íslandsmeistarabikarinn á loft og hvetjum við iðkendur, jafnt sem foreldra til að fjölmenna á völlinn.

Við biðjum þá sem eru með Stubb appið til að sækja frímiða í appinu en fyrir vallargesti sem ekki eru með Stubb verður hægt að skrá sig um leið og gengið er inn í stúkuna.