Vís-bikar kvenna: Valur - Haukar, í kvöld klukkan 20:00

Kvennalið Vals í körfuknattleik tekur í kvöld á móti stöllum sínum í Haukum þegar liðin mætast í undan úrslitum Vís-bikarkeppninnar.

Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda og hefst klukkan 20:00. Miðasala fer sem fyrr fram í gegnum Stubb appið og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna.