3. flokkur kvenna leikur til bikarúrslita

Þriðji flokkur kvenna leikur til bikarúrslita næstkomandi sunnudag þegar liðið mætir Breiðablik á Kópavogsvelli. 

Sömu lið mættust í úrslitum Íslandsmótsins á miðvikudag þar sem Blikar fóru með 4-2 sigur í fjörugum leik. 

Flautað verður til leiks á sunnudag klukkan 12:00 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna.