Pepsi Max deild karla: Valur - KA, í kvöld klukkan 18:30

Valur tekur á móti KA þegar liðin mætast í 21. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyurnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 

Flautað verður til leiks klukkan 18:30 og er miðasala í fullum gangi inn á Stubb appinu. 

Um er að ræða síðasta heimaleik sumarsins og munu Fálkarnir standa vaktina á grilllunum sem fyrr. 

Mætum á völlinn og styðjum strákana til sigurs