Sex Valsstúlkur með U17 til Serbíu

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 ára kvenna valdi á dögunum leikmannahóp til þátttöku í undankeppni EM 2022 sem fer fram í Serbíu.

Í hópnum eru sex stelpur úr Val, þær Eva Stefánsdóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, Snæfríður Eva Eiríksdóttir, Telma Steindórsdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir og Katla Tryggvadóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í Serbíu.