Peppfundur körfuknattleiksdeildar á miðvikudaginn

Pepp fundur körfuknattleiksdeildar Vals verður haldinn í Fjósinu miðvikudaginn 22. september kl. 20:00.

Þar ætlum við að stilla saman strengi og stækka hópinn sem kemur að skipulagningu og utanumhaldi leikja meistaraflokkanna í vetur.

Lofum skemmtilegri samveru og félagsskap í tengslum við skemmtilegustu íþrótt í heimi! Valsarar, árangur næst ekki að sjálfu sér það þarf margar hendur á dekk.

Okkur vantar fólk í fjölbreytt störf:

  • Uppsetning leikja
  • Tónlistarstjórn og kynning á leikjum
  • Halda utan um samfélagsmiðla
  • Grafískri hönnun
  • Stuðgjöf

Stöndum saman og tökum þátt í starfinu - Hlökkum til að sjá sem felsta, Stjórn körfuknattleiksdeildar.