EHF European league: Valur - TBV Lemgo, í kvöld kl. 18:45

Valsmenn taka á móti Lemgo þegar liðin mætast í Origo höllinni í annarri umferð Evrópudeildarinnar (Ehf European League).

Flautað verður til leiks klukkan 18:45 og verður upphitun í Fjósinu fyrir leik. Miðasala fer fram í Stubbi appinu en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn til að styðja við bakið á strákunum - Áfram hærra!