Final 4 í Coca Cola í dag og á morgun

Kvenna- og karlalið Vals standa í stórræðum þessa dagana en liðin leika í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar í handbolta í, fimmtudaginn 30. september og á morgun, fimmtudaginn 1. október. 

Kvennalið Vals mætir Fram í dag, fimmtudaginn 30. september klukkan 18:00 að Ásvöllum í Hafnarfirði. Á morgun, föstudaginn 1. október mætir karlaliðið svo Aftureldingu á sama stað klukkan 18:00.

Miðasala fer fram í gegnum Stubbinn og beinum við stuðningsfólki til þess að passa að kaupa miða í réttan hluta stúkunnar, skýringarmynd er að finna í Stubb-appinu. 

Minnum einnig á að áhorfendum ber að nota grímu í stúkunni og hvetjum við stuðningsmenn til að fylgja gildandi reglum.