Birkir Heimisson í æfingahóp U21

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U-21 valdi á dögunum æfingahóp sem kemur saman 5. - 7. október næstkomandi. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir leikinn gegn Portúgal 12. október. Lokahópur verður tilkynntur laugardaginn 9. október.

Í hópnum er Valsarinn Birkir Heimisson sem spilaði vel á miðjunni í liði Vals í sumar. Þá er Valgeir Lunddal Friðriksson sem fór frá Val til BK Hacken í lok árs 2020 einnig í hópnum. Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.