Coca-Cola bikar úrslit: Valur - Fram, í dag kl. 16:00

Handknattleikslið Vals leikur í dag til úrslita í Coca Cola bikar karla eftir glæsilegan sigur gegn Aftureldingu í gær.
Mótherjinn í úrslitaleiknum eru Framarar og verður flautað til leiks klukkan 16:00.
Leikurinn er spilaður á Ásvöllum og fer miðasala fram í Stubb appinu. Fjölmennum að Ásvöllum og hvetjum strákana til sigurs!