Kári og Kristófer í byrjunarliðinu í sigri U19 á Slóvenum

Íslenska U19 ára landsliðið vann í gær Slóveníu 3-1 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.  Ísland er í riðli með Ítalíu, Litháen og Slóveníu í riðli og er leikið í Slóveníu dagana 6.-12. október.

Í byrjunarliðinu Íslands voru Valsararnir Kári Daníel Alexandersson og Kristófer Jónsson. Kári var í sumar að láni hjá Gróttu og Kristófer hjá Ítalska liðinu Venezia. 

Næsti leikur liðsins í riðlinum er einmitt á móti Ítölum, næstkomandi laugardag og óskum við strákunum áframhaldandi góðs gengis.