Sex Valsarar valdir í hæfileikamótun KSÍ

Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til æfinga í hæfileikamótun dagana 20. - 21. október næstkomandi. 

Í hópnum eru sex fulltrúar frá Val, þeir Benedikt Jóel Elvarsson, Tómas Jóhannessen, Kristján Oddur Haagensen, Víðir Jökull Valdimarsson, Daníel Hjaltalín Héðinsson og Thomas Ari Arnarsson. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.