Arna Karitas og Guðrún Hekla til æfinga í hæfileikamótun KSÍ

Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til æfinga dagana 27. -29. október næstkomandi.

Æfingarnar fara fram í Skessunni sem er staðfsett á Kaplakrikasvæðinu í Hafnarfirði og eru tvær stelpur úr Val í hópunum. Það eru þær Arna Karitas Eiríksdóttir og Guðrún Hekla Traustadóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.