Skipt um gervigras á Origo-vellinum

Þriðjudaginn 19. október byrjaði vinna við að skipta um gervigras á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Í fyrsta fasa verkefnisins er sandi og gúmmíkurli sópað upp úr vellinum áður en grasinu verður flétt af. Áætlaður tímarammi fyrir þennan fasa er um ein til ein og hálf vika.

Í kjölfarið verður byrjað á að leggja nýtt gras sem mun taka 3-4 vikur. Áætluð verklok eru á bilinu 20. - 25. nóvember svo framarlega að veðurfar verði hagstætt á meðan verkinu stendur. 

Nýja gervigrasið er af bestu gerð, um er að ræða samskonar gras og nýlega var lagt á þjóðarleikvang Færeyinga.

Nokkur röskun verður á svæðinu að Hlíðarenda á meðan þessu stendur, gámar munu taka pláss á malarbílastæðum og gera má ráð fyrir því að taka þurfi stæði úr umferð á einhverjum stigum verkefnisins. Mikilvægt er að iðkendur, leikmenn, starfsfólk og aðrir gestir sýni verkefninu þolinmæði þann tíma sem það er í gangi.