Herrakvöld Vals 2021, föstudaginn 29. október

Herrakvöld Vals verður haldið föstudagskvöldið 29. október næstkomandi. Búið er að opna fyrir miðasölu á kvöldið inn á tix.is og hvetjum við herra til að tryggja sér miða í tæka tíð. 

Dagskráin þetta árið verður ekki af verri endanum þar sem Svali Björgvinsson fer með veislustjórn, Bjartmar Guðlaugsson sér um tónlistina og Guðni Ágústsson verður ræðumaður kvöldsins. 

Húsið opnar klukkan 19:00 og hefst borðhald stundvíslega 20:30 þar sem boðið verður upp á stórglæsilegt steikarhlaðborð frá Laugaási. 

Smelltu hér til að kaupa miða á Herrakvöld Vals.