Birkir Heimisson í æfingahóp U21

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U21 í knattspyrnu valdi á dögunumæfingahóp fyrir U21 landslið Íslands. Æfingahópurinn að þessu sinni er eingöngu skipaður leikmönnum sem leika á Íslandi og er Valsarinn Birkir Heimisson hluti af hópnum. 

Æfingarnar eru undirbúningur fyrir leikina gegn Liechtenstein og Grikklandi sem fram fara ytra í nóvember. Við óskum Birki til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.