Einar Þorsteinn valinn í æfingahóp A-landsliðsins

Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 21 leikmann í landshóp fyrir æfingar sem framundan eru í nóvember.

Valsmenn eiga einn fulltrúa í liðinu að þessu sinni en Einar Þorsteinn Ólafsson sem hefur farið mikinn í velgengni Vals undanfarin misseri er nýliði í hópnum.

Uppaldi Valsarinn Ýmir Örn Gíslason er að sjálfsögðu einnig í hópnum.

Á dögum voru einnig valinn yngri landslið karla þar sem Valur á flotta fulltrúa.

U-20
Andri Finnsson
Benedikt Gunnar Óskarsson
Breki Hrafn Valdimarsson
U-18 þjálfað af Heimi Ríkarðssyni
Þorvaldur Örn Þorvaldsson
U-15
Dagur Fannarsson
Hrafn Þorbjarnarson
Höskuldur Tinni Einarsson

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.

May be an image of 7 manns og people playing sports