Lilja með U18 í handbolta til Serbíu

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson völdu á dögunum 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22. - 27. nóvember næstkomandi. Auk þess eru 6 leikmenn valdir til vara en þær eru til taks ef eitthvað kemur upp.

Valur á einn fulltrúa í 16 manna hóp, hana Lilju Ágústsdóttur auk þess sem Hildur Sigurðardóttir er til vara. 

Fimm lið leika í undankeppninni ásamt íslensku stúlkunum, það eru Austurríki, Slóvakía, Slóvenía og heimakonur frá Serbíu. Leikið verður í SC Vozdovac höllinni í Belgrad.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.