Afhending viðurkenninga í tilefni 110 ára afmæli Vals

Í tilefni af 110 ára afmæli Vals ákvað aðalstjórn félagsins að veita viðurkenningar þeim sem unnið hafa af atorku og dugnaði að vexti og viðgangi félagsins innan vallar sem utan.

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ekki mögulegt að veita viðkurkenningarnar á afmælisdegi félagsins þann 11 maí sem venja er.

Miðvikudaginn 10. nóvember kl. 16.30 bjóðum við upp á kaffiveitingar í veislusal Vals að Hlíðarenda þar sem formaður félagsins Árni Pétur Jónsson og varaformaður Eva Halldórsdóttir munu afhenda viðurkenningar.

Viðurkenningar 110 ára afmæli

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri