Aron Jóhannsson og Heiðar Ægisson til liðs við Val

Aron Jóhannsson, fæddist í Alabama fyrir rétt um 32 árum er genginn til liðs við Val. Hann flutti til Íslands þriggja ára gamall en kaus síðar að spila með bandaríska landsliðinu.

Aron lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fjölni 18 ára gamall og lék með þeim 37 leiki og skoraði í þeim 13 mörk . Seinna keppnistímabilið með Fjölni skoraði Aron 12 mörk og var valinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar síðari tímabil sitt með Fjölni. Tvítugur gekk hann til liðs við AGF Aarhus í Danmörku og skoraði 23 mörk í 65 leikjum. Árið 2012 setti hann met í dönsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk á 3 mínútum og 50 sekúndum, gegn Horsens. Hann bætti síðan við fjórða markinu en það tók hann aðeins 16 mínútur að skora mörkin fjögur, sem er líka met í úrvalsdeildinni.

Þremur árum seinna var Aron keyptur til AZ Alkmaar í Hollandi og skoraði 29 mörk í 58 leikjum. Árið 2015 skipti hann yfir í þýsku Bundesligan og lék þar með Werder Bremen í fjögur ár en glímdi lengstum við meiðsli. Því næst lék hann með Hammerby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í 32 leikjum. Á þessu ári skipti Aron yfir í pólska liðið Lech Poznan og náði 9 leikjum áður en hann meiddist á öxl.

Aron lék 10 leiki með U-21 árs landsliði Íslands en 19 leiki fyrir Bandaríkin undir stjórn Jürgen Klinsmann, m.a. á HM í Brasilíu 2014. Framlínumaðurinn er þekktur fyrir að vera sterkur liðsmaður, hraður og gæddur keppnishörku.

Heiðar Ægisson er genginn til liðs við Val og gerir 3ja ára samning við félagið

Þó Heiðar sé enn ungur að árum - fæddur - 1995 - þá er hann gríðarlega reynslumikill og fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið lengst af sínum ferli með Stjörnunni og á að baki 128 leiki í efstu deild, 17 evrópuleiki, alls 205 leiki með meistaraflokki og 12 landsleiki með U-21 og U-19 ára landsliðum Íslands. Þess má geta að Heiðar lék samhliða námi með Boston Eagles í Bandaríkjunum þar sem hann var fyrirliði liðsins.

Heiðar er fjölhæfur leikmaður, sterkur persónuleiki og sigurvegari.

Valur býður þessa öflugu leikmenn velkomna í félagið!

May be an image of 2 manns, people standing og Texti þar sem stendur "ARON JÃHANNSSON Aron Jóhannsson er faeddur í Alabama, 32 ára reynslumikill leikmadur. Aron lék sina fyrstu meistaraflokksteiki med Fjölni 18 ára gamall og lék med beim 37 leiki og skoradi beim 13 mörk Hann 10 leiki med U- árs landslidi Íslands og 19 leiki fyrir landslid Bandarikjanna undir stjórn Jurgen Klinsmann. Aron hefur leikid meo AGF Aarhus, AZ Alkmaar, Werder Bremen, Hammarby og Lech Poznan. Valur bydur Aron velkominn! த"

May be an image of 2 manns, people standing og Texti þar sem stendur "HEIĐAR AEGISSON ×-•× Heidar, faeddur 1995, er grídarlega reynslumikill og fjölhafur leikmadur sem hefur leikid lengst af sinum ferli med Stjörnunni og ad baki 128 leiki efstu deild, 17 evrópuleiki, alls 205 leiki med meistaraflokki og 12 tandsleiki med U-21 og U-19 ara landslidum Íslands. Hann lék einnig med Boston Eagles BNA samhlida námi. Valur bydur Heidar velkominn ad Hlídarenda!"