Aldís og Fanney í hóp hjá U19

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til æfing til undirbúnings fyrir tvo vináttuleiki gegn Svíþjóð. 

Valdir eru 27 leikmenn sem æfa 19. - 20. nóvember, í kjölfarið af því minnkar hópurinn í 20 leikmenn sem munu taka þátt í vináttuleikjunum.

Í hópnum eru tveir Valsarar, þær Aldís Guðlaugsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með Valið og góðs gengis á æfingunum.