Sandra, Elísa og Ída í landsliðshópnum sem mætir Japan og Kýpur

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna valdi á dögunum landsliðshópinn sem mætir Japan í vináttuleik í Almere í Hollandi 25. nóvember og Kýpur í undankeppni HM þann 30. nóvember ytra.

Í hópnum eru þrír Valsarar, þær Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.

Ísland og Kýpur mættust á Laugardalsvelli í október og vann Ísland þann leik 5-0. Ísland er í öðru sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki á meðan Kýpur er án stiga á botni riðilsins eftir að hafa leikið fjóra leiki. Holland situr á toppi riðilsins með tíu stig eftir fjóra leiki.