Aldís og Sigríður í hóp hjá U19

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi dögunum hóp sem leika átti tvo vináttuleiki við Svíþjóð, dagana 25.-29. nóvember næstkomandi. 

Í hópnum eru tvær stelpur úr Val, þær Aldís Guðlaugsdóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir. 

Í dag var tilkynnt að Svíarnir hefðu hætt við að koma til landsins vegna stöðunnar sem er hér á landi varðandi Covid-19. Vonast er til að hægt verði að leika þessa leiki á nýju ári.