Sóttvarnir að Hlíðarenda

Í ljósi þess hve mikill vöxtur er á faraldrinum beinum við eftirfarandi tilmælum til foreldra og iðkenda.

Að iðkendur komi helst klæddir og tilbúnir til æfinga að Hlíðarenda til að lágmarka hópamyndun á sameiginlegum svæðum (líkt og  í búningsklefum). Ef iðkandi þarf að nota klefa er nauðsynlegt að iðkandi stoppi sem styðst í klefanum.

Gæta þarf að persónubundnum sóttvörnum á öllum stundum og nota spritt reglulega. Við mælumst til þess að iðkendur komi í fyrsta lagi 10 mínútum fyrir æfingar og yfirgefi Valsheimilið um leið og æfing klárast (þetta á ekki við um iðkendur sem koma með frístundarútu Vals og þau sem eru sótt).

Mælst er til þess að foreldrar horfi ekki á æfingar nema nauðsyn krefjist, nota þarf grímu að Hlíðarenda allsstaðar þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk (1 metri).

Þá viljum við nýta tækifærið og minna á að óskilamunir fyrir október og nóvember liggja á borðum í anddyri Valsheimilisins og hvetjum við foreldra til að skoða munina ef þeir sakna einhvers frá þessum tíma.