Sjö Valsarar til æfinga með yngri landsliðum KKÍ í desember

Framundan í desember eru æfingar yngri landsliða. Þjálfarar landsliða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna hafa valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leikmenn til æfinga í desember.

Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar 2022 en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið auk U20 liða karla og kvenna sem valin verða í vor.

Í hópunum er að finna sjö leikmenn úr Val og má sjá nöfn þeirra hér að neðan: 

  • Sunna Hauksdóttir - U16 stúlkna
  • Kristján Elvar Jónsson - U16 drengja
  • Ingunn Erla Bjarnadóttir - U18 stúlkna
  • Sara Líf Boama - U18 stúlkna
  • Björgvin Hugi Ragnarsson - U18 drengja
  • Jóhannes Ómarsson - U18 drengja
  • Karl Kristján Sigurðarson - U18 drengja

Við óskum krökkunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum í desember.