Kennsla í Hlíðaskóla felld niður, mánudag og þriðjudag

Skólastjórnendur í Hlíðaskóla tóku í dag ákvörðun í samráði við sóttvarnaryfirvöld um að fella niður kennslu í 1.-10.bekk á morgun mánudag 6.desember og þriðjudaginn 7.desember.

Í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólayfirvöldum þurfa allir nemendur að fara í Covid próf áður en þeir mæta aftur í skólann. Gott er að fara í skimun seinnipart á þriðjudag þannig að svar hafi borist á miðvikudagsmorgun. Foreldrar eru beðnir að fara með börn sem hafa verið í sóttkví í PCR próf en allir aðrir nemendur fari í hraðpróf.

Til að gæta ítrustu varúðar biðlar barna- og unglingasvið Vals til foreldra um að senda iðkendur Hlíðaskóla ekki til æfinga að Hlíðarenda fyrr en neikvæð niðurstaða úr covid-prófi liggur fyrir svo hægt sé að sporna gegn útbreiðslunni.

Með fyrirfram þökk og baráttu kveðjur!

 

English summary:

Unfortunately, a large amount of Covid cases were confirmed in Hlíðaskóli last week.

The decision has therefore been taken in conjunction with the epidemiological authorities to cancel classes in grades 1-10 tomorrow (Monday 6th December) and Tuesday 7th December.

All students will need to go for a Covid test before they attend school again. It would be best to go for a test sometime Tuesday afternoon so that results have a chance to arrive by Wednesday morning.

We ask all parents whose children have been in quarantine to take them for a PCR test. All other students can take a rapid antigen test.

In order to contain further outbreak we kindly ask parents not to send participants from Hlíðarskóli to practice at Valur until  they receive negative results from the covid test.

By doing this together, we hope to be able to stem the spreading of the virus.

Thank you in advance and best regards!