Íþróttaskóli Vals - Skráning á vorönn opnar miðvikudag

Skráning á vorönn í íþróttaskóla Vals opnar á morgun, miðvikudaginn 15. desember. Fyrsti tími vorannar er laugardaginn 8. janúar. Minnum á að námskeiðið fyllist hratt og því mikilvægt að ganga frá skráningu sem fyrst. Skráning fer fram á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur
Fyrir hverja er íþróttaskólinn?
Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru 2016-2020 (eða frá 18 mánaða - 5 ára), en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Í skólanum læra börn að leika sér saman, leika með foreldrum auk þess að fylgja fyrirmælum kennara og vinna í hópum.
Skólinn verður starfræktur á laugardagsmorgnum í Valsheimilinu að Hlíðarenda
- Börn fædd 2019-2020 (f. 1. jan - 1. maí): Eiga tíma frá kl. 9:00-9:40
- Börn fædd 2016-2018: Eiga tíma frá 9:45-10:25
Stjórnendur
Stjórnandi íþróttaskólans er Tanja Geirmundsdóttir en hún hefur starfað við skólan um árabil og verður veturinn fullur af fjöri og skemmtun fyrir krakkana.
Minnum á að mikilvægt er að skrá börnin sem fyrst í skólann til þess að ná örugglega plássi. Það er gert á skráningasíðu félagsins: www.sportabler.com/shop/valur
Foreldrar, forráðamenn og aðrir sem fylgja börnum á æfinguna eru hvattir til að taka virkan þátt og aðstoða börnin í leik og hreyfingu. Mikilvægt er að mæta í þægilegum fötum og gott að vera berfætt til að ná sem bestu gripi á gólfinu.
Vakni upp spurningar varðandi skráningu er hægt að hafa samband við íþróttafulltrúa Vals, Gunnar Örn Arnarson í síma 414-8005 / gunnar@valur.is. Skrifstofa Vals er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00
Dagskrá íþróttaskólans vor 2022
Tímar í janúar: | Tímar í febrúar: | Tímar í mars & apríl: |
- 8. janúar - 15. janúar - 22. janúar - 29. janúar
|
- 5. febrúar - 12. febrúar - 19. febrúar - 26. febrúar
|
- 26. mars - 2. apríl - 9. apríl
|
*Frí: 5. 12. & 19. mars vegna viðburða í Origo-höllinni
