Auður Ester framlengir til 2025

Auður Ester Gestsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning sem gildir út tímabilið 2025.

Auður er uppalinn Valsari sem var sigursæl í yngri flokkum félagsins og er nú að stimpla sig inn sem ein af lykilmönnum meistaraflokksins og var verðlaunuð nú um daginn fyrir framgöngu sína fyrir B-landslið Íslands.

"Auður hefur bætt sig jafnt og þétt sl. ár og er orðin einn af lykilleikmönnum Vals. Hún hefur leikið feykilega vel það sem af er tímabili og heldur bara vonandi áfram á sömu braut. Þetta eru því góð tíðindi fyrir félagið" sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals við undirskriftina.

May be an image of 2 manns, people playing voleyball og innanhúss