Sandra Sigurðardóttir er íþróttakona Reykjavíkur árið 2021

Val á íþróttafólki Reykjvavíkur árið 2021 var gert kunngjört í gær, miðvikudaginn 15. desember við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Sandra Sigurðardóttir, markvörður kvennaliðs Vals í knattspyrnu var kjörin íþróttakona Reykjavíkur.

Sandra sem er leikjahæst í sögu efstu deildar kvenna var lykilkona í Íslandsmeistaraliði Vals í sumar sem vann öruggan sigur á Íslandsmótinu og hélt hún marki Vals m.a. átta sinnum hreinu í 18 leikjum. 

Sandra sem einng er landsliðsmarkvörður lék einkar vel með landsliðinu í ár og stefnir að því að standa á milli stanganna á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Bretlandi sumarið 2022.

Þá fékk Hildur Björk Kjartansdóttir körfuknattleikskona í Val einnig tilnefningu sem íþróttakona Reykjavíkur og karlalið Vals í handbolta einnig sem íþróttalið Reykjavíkur.

Aðrar viðurkenningar: 

Sandra Sigurðardóttir

Hildur Björk Kjartansdóttir

Karlalið Vals í handbolta fyrir Íslands- og bikarmeistaratiltla í handbolta

Kvennalið Valsí knattspyrnu fyrir Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu

Kvennalið Vals í körfubolta, fyrir Íslandsmeistaratitil í körfubolta