Íþróttamaður Vals 2021

Á gamlársdag fer fram venju samkvæmt, val á Íþróttamanni Vals. Þetta verður í 30. skipti sem að valið fer fram og verður valið kunngjört með óhefðbundnu sniði vegna aðstæðna í samfélaginu. 

Val á íþróttamanni Vals skipar veigamikinn sess í starfi félagsins og verður viðburðurinn sýndur á netinu, nánari upplýsingar um streymi og tímasetningu þess verða birtar síðar.

Þá mun Valsblaðið fara inn á netið á næstu dögum.