Dósa - og jólatrjáasöfnun 8. janúar

Laugardaginn 8. janúar næstkomandi munu börn og unglingar í Knattspyrnufélaginu Val gang í hús í miðbæ og Hlíðum og safna flöskum og dósum. Ennfremur munu þau taka á móti jólatrjám til förgunar gegn 2000 króna gjaldi. Athugið að ekki verður hægt að taka við trjám nema gegn því að millifæra á reikning Fálkanna. 

Við hvetjum fólk til að koma trjám út og pokum með flöskum og dósum sömuleiðis, til að minnka umgang vegna sóttvarna. Merkið tréin og pokana Val ef kostur er.

Vilji svo til að enginn komi  þennan dag en áhugi er á að losna við dósir eða tré má koma með það niður að Hlíðarenda laugardaginn 8. janúar fram til klukkan 15:00.

Öll innkoma rennur óskipt til barna- og unglingastarfs Vals.

Hægt er að finna Fálkana á facebook undir "Fálkar Vals: Dósa- og jólatrjáasöfnun". Sendið skilaboð á Fálkana á facebook og tréið þitt verður sótt. Einnig er hægt að senda skilaboð á Fálkana inn á www.falkar.is

Jólatré til förgunar

2000 krónur

Leggja inn á 0135-26-006212

Kt: 621209-0270

Merkja: Jólatré