Eysteinn Húni Hauksson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals í knattspyrnu

Eysteinn Húni Hauksson var á dögunum ráðinn sem yfirþjálfari yngri flokka Vals í Knattspyrnu og hóf störf nú í upphafi árs.

Eysteinn á að baki blómlegan knattspyrnuferil þar sem hann lék lengst af með bæði Keflavík og síðar Grindavík áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2009.

Eysteinn hefur starfað við knattspyrnuþjálfun frá árinu 1988 hjá Hetti frá Egilsstöðum, Grindavík, ÍBV og nú síðast Keflavík þaðan sem hann kemur. Eysteinn kemur í fullt starf hjá félaginu og fer með yfirumsjón og skipulagningu á þjálfun yngri flokka frá öðrum flokk og niður en í dag eru iðkendur í knattspyrnu yfir 600 talsins.

Eysteinn lauk á dögunum UEFA Pro þjálfaragráðunni sem er æðsta þjálfaragráða UEFA og er fullur tilhlökkunar að hefja störf að Hlíðarenda. "Ég geng glaður til starfa hjá Val sem er heillandi stórveldi í íslenskum íþróttum og hlakka til að takast á við þá áskorun með starfsfólki félagsins, þjálfurum, og leikmönnum að gera gott starf enn betra. Markmið og framkvæmdir skapa árangur og ég mun vinna út frá því, hvort sem rætt er um knattspyrnulega eða félagslega þætti."

Við bjóðum Eystein Hún hjartanlega velkominn að Hlíðarenda og óskum honum verlfarnaðar hjá félaginu.