Ágúst Jóhannsson framlengir til 2025

Ágúst Jóhannsson hefur framlengdi á dögunum samning sinn við félagið og mun þjálfara kvennalið Vals í handknattleik til ársins 2025. Ágúst tók við liðinu árið 2017 eftir að félagið hafi endað tímabilið í 6.sæti og varð liðið deildarmeistari á hans fyrsta tímabili 2017-2018 ásamt því að komast í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.

Árið eftir varð liðið deildar-, íslands- og bikarmeistari eftir frábært tímabil. Valsliðið fór svo úrslitaeinvígið gegn KA/Þór á síðustu leiktíð. Ágúst hefur gert gífurlega góða hluti með Valsliðið síðan hann kom aftur til félagsins og væntir félagið þess að áframhald verði á því metnaðarfulla starfi sem unnið hefur verið að á undanförnum árum.

Ágúst starfar einnig sem aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og mun svo í janúar einnig koma inn í landsliðsþjálfarateymi karla og vera Guðmundi Guðmundssyni til halds og trausts á EM í Ungverjalandi.

"Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu. Við erum með sterkan leikmannahóp og verðum það áfram á komandi árum. Eins er framtíðin mjög björt hjá félaginu og mikið af framtíðar leikmönnum á leiðinni upp í gegnum frábært yngri flokka starf deildarinnar. Ég horfi því björtum augum á framtíðina hjá Val" sagði Ágúst við undirskriftina.