Valsstelpur í úrtakshópum U16 og U17

Magnús Örn Helgason þjálfari U16 og U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum æfingahópa sem koma saman dagana 10.-12. janúar annars vegar og 12.-14. hins vegar.

Í U17 hópnum eru 5 Valsarar, þær Eva Stefánsdóttir, Kolbrá Una Kristinsdóttir, Snæfríður Eva Eiríksdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.

Í U16 ára hópnum er Glódís María Gunnarsdóttir og óskum við stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með landsliðinu.