Fimm Valsarar í U23 hóp landsliðs kvenna

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn U23 sem koma saman til æfinga dagana 24.-26. janúar næstkomandi. 

Í hópnum eru fimm Valsarar, þær Arna Eiríksdóttir, Auður Scheving Sveinbjörnsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.