Haraldur Hróðmarsson hefur tekið við nýju hlutverki innan félagsins

Haraldur Hróðmarsson hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla með áherslu á mótun ungra leikmanna ásamt því að sjá um leikgreiningar fyrir meistaraflokka félagsins.

Haraldur mun einnig sjá um þjálfun og skipulagningu afrekshópa í knattspyrnu í samvinnu við yfirþjálfara með það að markmiði að móta knattspyrnumenn framtíðarinnar.

Haraldur er með KSÍ-A gráðu í þjálfaramentun og hefur lengst af komið að þjálfun ungra leikmanna með góðum árangri.