Tómas Johannessen í úrtakshóp U16
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 ára landsliðs Íslands valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 14.-16. febrúar næstkomandi.
Í hópnum er Valsarinn Tómas Johannessen og óskum við honum góðs gengis á æfingunum og til hamingju með valið.
Meðfylgjandi mynd tók Eyjólfur Garðarsson.