Rauð viðvörun - Æfingar falla niður mánudaginn 7. febrúar

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun.

Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður og sama gildir um íþróttastarf hjá yngri flokkum Vals. Æfingar falla því niður á morgun mánudaginn 7. febrúar að Hlíðarenda.

Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, þá mun færð spillast og er mikilvægt að fólk haldi sig heima meðan verið er að ryðja vegi og fólk fylgist vel með upplýsingum.

Valsheimilið verður lokað fram að hádegi hið minnsta, reiknað er með að húsverðir opni um hádegi ef veður leyfir.