Æfingar samkvæmt æfingatöflum í dag

Í ljósi þess að óveðrið gekk hraðar yfir en gert var ráð fyrir munu æfingar fara fram samkvæmt æfingatöflu í dag, mánudaginn 7. febrúar. Sama gildir um Valsrútuna sem mun ganga venju samkvæmt.
Valsheimilið opnar sömuleiðis á hádegi í dag og er nú lagt kapp á að gera velli tilbúna til æfinga.
Þrátt fyrir að óveðrið sé gengið yfir minnum við á mikilvægi þess að iðkendur komi vel klæddir til æfinga þar sem það gengur á með éljum fram eftir degi.