Tómas Johannessen á reynslu til Malmö

Sænska stórliðið Malmö FF hefur boðið Tómasi Johannessen til reynslu og mun hann dvelja þar við æfingar vikuna 20.-27. febrúar.

Tómas, sem er fæddur árið 2007, mun æfa með bæði U-15 og U-16 ára liðum félagsins, sem er í dag sænskur meistari.

Þetta er frábært tækifæri og mikill heiður fyrir Tómas en jafnframt uppskera fyrir fyrirmyndar ástundun og áhuga.

Við Valsarar óskum honum alls hins besta á reynslutímanum.